Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns

Árið 1707 er ,,eftirskrifuð jarðabók gjörð í Skoradals hreppi” af Páli Vídalín og Árna Magnússyni í votta viðurvist og segir svo um jarðir í Fitjasókn:

Backakot.

Heimaland af Fitjum. Bygt í manna minni.

Jarðardýrleiki x c# af heimajörðinni Fitjum og so tíundast. En með því að þessi hluti lands liggur fyrir sunnan Skoradalsá, þá er þetta gamalt býli
hjer sett í rjettri röð bæjanna.

Eigandinn Oddur Eiríksson að Fitjum í Skorradal.

Ábúandinn Ari Sturlason.

Landskuld lxx álnir. Betalast í öllum gildum landaurum heima á jörðunni, eður heim til landsdrottins.

Leigukúgildi iiii. Leigur betalast í smjöri ef til er, ella í landaurum til Fitja.

Kvaðir öngvar.

Kvikfje iii kýr, i kvíga að fyrsta kálfi, ii kálfar, xxxviii ær með lömbum, xi sauðir tvævetrir og eldri, xviii veturgamlir, i hross i únghryssa.

Fóðrast kann iii kýr, xx lömb, xx ær, ii hestar.

Hlunnindi önnur, kosti og ókosti hefur þetta býli sameiginlegt og óskift við heimajörðina á Fitjum, nema hvað hjer er ekki skriðuhætt á túnið, vide
Fitja.

Efste Bær

Jarðardýrleiki xvi c# og so tíundast.

Eigandinn að þriðjúngi jarðarinnar er Arni Sigurðsson að Grund í Skoradal, og hefur eignast síðan 1703 af Oddi Eiríkssyni á Fitjum. Eigandi að öðrum
þriðjúngi er Jón Guðmundsson á sama stað. Eigandi að þriðja þriðjúngi Gísli Guðmundsson að Hálsi í Kjós.

Ábúandi að allri Einar Skaftason.

Landskuld níutíu álnir, tekur sinn þriðjúng hver landsdrotna. Betalast í öllum gildum landaurum heima á jörðunni næstu 3 ár, áður heim til landsdrotna.

Leigukúgildi vj alls, á Árni ii, Jón ii, Gísli ij. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrotna.

Kvaðir öngvar.

Kvikfje iiii kýr, xxxvi ær með lömbum, x sauðir tvævetrir og eldri, iiii veturgamlir, i lambgimbur, iii hross, i foli þrevetur, i fyl.

Fóðrast kann iiii kýr, xx lömb, xxx ær, iii hestar.

Rifhrís og skógarleifar til eldiviðar brúkast, en þver mjög.

Móskurður til eldiviðar enginn.

Torfrista og stúnga valla nýtandi.

Silúngsveiðivon í Eiríksvatni lítil.

Sarpur

Jarðardýrleiki xvi c# og so tíundast fátækum alleina.

Eigandi er kirkjan að Fitjum og proprietaries þar til.

Ábúandi Ólafur Gíslason

Landskuld lxxx álnir. Betalast í smjöri heim til landsdrottins.

Kvaðir öngvar.

Kvikfje ii kýr, iii kvígur að fyrsta kálfi, i naut veturgamalt, i kálfur, xxx ær með lömbum, iiii lamblausar, ix sauðir tvævetrir og eldri, xiiii
veturgamlir, i lambgimbur, i hestur, iii hross, i foli tvævetur, i foli veturgamall, i únghryssa.

Fóðrast kann iii kýr xx lömb, xx ær iii hestar.

Skógur til eldiviðar bjarglegur.

Torfrista og stúnga lítt nýtandi.

Sortulýng nægilegt, og brúka nokkrir með leyfi.

Túninu grandar lækur með leir og sandsáburði.

Engjar nær því öngvar, nema það hent verður í beitarhögum.

Fijtiar.

Kirkjustaður, annecteruð með Lunds kirkjusókn.

Jarðardýrleiki xxx að frátöldu Bakkakoti, vide Bakkakot, og so tíundast.

Eigandi Oddur Eiríksson, hjer heima búandi.

Landskuld nú engin af x c#, sem eigandi sjálfur ábýr. En hvað þá var meðan leiguliðar hjeldu, minnast menn ekki.

Leigukúgildi engin. Hvað þá var, er leiguliðar hjeldu, minnast menn ei. Leigur ætla menn golist hafi í smjöri.

Ábúandi á xx c# er Bjarni Þóroddsson.

Landskuld þar af i c#. Betalast í gildum landaurum heima á jörðunni.

Leigukúgildi v. Leigur gjaldast í smjöri heima á jörðunni.

Kvaðir öngvar.

Kvikfje Odds vi kýr, i kvíga að fyrsta kálfi, i naut þrevett, i veturgamalt, i kvíga veturgömul, i kálfur, xxv ær með lömbum, ii lamblausar, v sauðir
tvævetrir og eldri, xx veturgamlir, iii hestar, i hross með fyli, i foli tvævetur. Kvikfje Bjarna v kýr, ii kvígur að fyrsta kálfi, i naut þrevett, i
veturgamalt, i kvíga tvævetur geld, ii kálfar, xlix ær með lömbum, iiii lamblausar, xxxi sauðir tvævetrir og eldri, xxvii veturgamlir, iii hestar, ii
hross.

Fóðrast kann á allri jörðunni xii kýr, iiii geldneyti lx ær, xx lömb, vi hestar.

Skógur til kolagjörðar og eldiviðar nægur, til raftviðar bjarglegur, en þver mjög, og ljær landsdrottinn skóginn þeim er biðja fyrir betalíng, sem
árlega mun verða x aurar eður meira.

Torfrista og stúnga hjálpleg.

Reiðingsrista meinast vera mega, hefur áður verið en brúkast nú ei.

Sortulýng nóg, brúka margir í óþakklæti.

Silúngsveiðivon í Skoradalsvatni að litlu gagni.

Engjum og túnum granda fjallskriður til stórskaða.

Ekki er bænum óhætt fyrir fjallskriðum.

Landið fordjarfa og fjallskriður árlega til stórskaða.

Fijtiakot, kallað öðru nafni Tungukot.

Forn eyðihjáleiga í heimalandi. Bygð fyrst innan 50 ára. Varaði bygðin til þess nú fyrir 10 eður 12 árum.

Landskuld var lx álnir. Betalaðist í gildum landaurum heim á jörðunni.

Kúgildi iii. Leigur guldust í smjöri heim að Fitjum.

Kvöð engin.

Ekki má hjer aftur byggja, nema til skaða og rýrðar heimajörðunni.

Ytre Svange.

Bygð fyrst í tíð hr. lögmannsins Árna Oddssonar, þar sem ekki vita menn að fyrr hafi bygð verið nokkurntíma. Hitt vita menn, að so mæli skjöl
Leirárkirkju, að hún eigi hálfa Svángajörð í Skoradal, og í því nafni hyggja menn lögmaðurinn hafi þessa bygð sett.

Jarðardýrleiki er kallaður v c# og so tíundast fátækum alleina.

Eigandann kalla men Leirárkirkju og proprietarium þar til.

Ábúandinn Bjarni Gíslason.

Landskuld xl álnir. Betalast í gildum landaurum heim til Leirár.

Leigukúgildi iii. Leigur gjaldast í smjöri til Leirár.

Kvaðir öngvar. Voru fyrir fáum árum mannslán um vertíð á Akranesi, og leysist venjulega með x álnum, ásamt landskyld.

Kvikfje iii kýr, i kvíga að fyrsta kálfi, ii kálfar, xvii ær með lömbum, i lambgimbur, v sauðir veturgamlir, ii hross, i foli veturgamall.

Fóðrast kann ii kýr, x lömb, xii ær. ij hestur.

Eistre Svange. Annað nýbýli.

Bygt fyrst í tíð hr. lögmannsins Árna Oddsonar, litlu fyrr en áður segir um Ytra Svánga, og í sama rjettarskyni.

Jarðardýrleiki og eigandi sem segir um Ytra Svánga.

Ábúandinn Þórður Guðmundsson.

Landskuld sem segir um Ytra Svánga.

Leigukúglidi ii. Fyrir 3 árum voru iii kölluð, og so leigur heimtar. Leigur gjaldast í smjöri heim til landsdrottins.

Kvöð nú engin. Var fyrir 3 árum mannslán um vertíð á Akranesi, leysist með x álnum.

Kvikfje ii kýr, i kvíga veturgömul, i kálfur, xvi ær með lömbum, iii lambgimbrar, iii sauðir veturgamlir, i hestur, i hross með fyli.

Fóðrast sem segir um Ytra Svánga.

Skógur er nægur til kolagjörðar og eldiviðar, brúkast og til raftviðar óskiftur millum þessara tvegja nýbýla, og öll þeirra brúkun gengur að óskiftu
yfir skóg þann allan og land, sem aðrar kirkjur eigna sjer í þessari Svángajörðu, hvört heldur er beit, upprekstur, skógarhögg, eður slíkt annað.

Torfrista og stúnga, til húsabótar og heyja, á báðum kotunum enn nú bjargleg.

Reiðingsrista er þrotin.

Móskurður til eldiviðar, brúkast lítt, meinast vera mega.

Silúngsveiðivon í Skoradalsvatni brúkast lítt.

Grafardalur.

Nýbýli, bygt fyrir innan 30 ára, þar sem aldrei hafði fyrr bær verið í manna minni, á seltóftum gömlum frá Vatnshorni í Skoradal. Sumir ætla hjer hafi
í gamla daga bygð verið, af þeim líkindum, að men hafa hjer fundið koparbrot í jörðu.

Jarðardýrleiki er kallaður iiii c# og so tíundast. En þessi tíund er hjer álögð síðan býlið reis, og í þann stað minni á Vatnshorni í Skoradal, sem nú
síðan er kallað og tíundað xx c#, en áður xxiiii.

Eigandinn Oddur Eiríksson að Fitjum í Skoradal.

Ábúandinn Jón Alexíusson.

Landskyld var í fyrstu, þá úr auðn bygðist, engin. Nú í þrjú ár fyrst xx álnir, en nú xxv. Betalast í öllum landaurum heim til landsdrottins.

Kúgildi j í næstu 3 ár. Áður voru ii, en landsdrottinn rjeði því, að fækkaði þau 3 ár, sem bil var á bygðinni. Leigan gelst í smjöri heim að Fitjum.

Kvöð engin.

Kvikfje ii kýr, i kvíga að fyrsta kálfi, i kálfur, xii ær með lömbum, xi sauðir veturgamlir, i hross, i únghryssa.

Fóðrast kann ii kýr, x lömb, x ær, ij hestur.

Torfrista og stúnga nóg.

Skóg til raftviðar, kolgjörðar og eldiviðar brúkar jörðin eftir proportion við Vatnshorn.

Móskurður bjarglegur.

Vatnshorn.

Jarðardýrleiki xx c# og so tíundast fjórum tíundum, síðan Grafardalur bygðist.

Eigandinn Oddur Eiríksson að Fitjum í Skoradal.

Ábúandinn Björn Jónsson.

Landskuld tíutíu álnir. Var i c# áður Grafardalur bygðist. Betalast í gildum landaurum heim til landsdrottins.

Leigukúgildi iiii, voru áður vi meðan Grafardalur bygðist ekki, v hjeldust við innan til næstu þriggja ára. Leigur betalast í smjöri heim til Fitja.

Kvaðir öngvar.

Kvikfjenaður vi kýr, ii kvígur að fyrsta kálfi, i kvíga veturgömul, ii naut veturgömul, iiii kálfar, xxii ær með lömbum, iiii sauðir tvævetrir, xii
veturgamlir, i hestur, iii hross, i foli veturgamall.

Fóðrast kann v kýr, i geldnaut, xx lömb, xxx ær, ii hestar. Hitt sem meira er, fóðrast á aðfengnum heyjum.

Skógur til kolagjörðar og eldiviðar nægur, en raftviður tekur að þverra. Ekki má ábúandi skóg selja, nema fyrir grenivið til húsabótar.

Torfrista og stúnga lítt nýtandi.

Silúngsveiðivon í Skoradalsvatni ut supra.

Túninu granda fjallskriður stórlega.

Ekki er heldur bænum óhætt fyrir fjallskriðum og snjóflóðum.

Hætt er fyrir stórviðrum af austanátt.

Aasahus, kallað stundum Saudhus, stundum Finnshus, eða Hiardarveller.

Eyðikotgrey, bygt fyrst í heimalandi innan 30 ára. Varaði bygðin hvorki vel nje lengi. Enginn veit hvað hjer var skulda hæð. Ekki er hjer aftur
byggjandi, nema til skaða heimajörðunni.

Háafell.
Jarðardýrleiki xii c# og so tíundast fátækum alleina.

Eigandi biskupsstóllinn að Skálholti.

Ábúandi Steinun Arngrímsdóttir.

Landskuld xx álnir. Betalast í gildum landaurum til umboðsmannsins Bjarna Sigurðssonar að Heynesi á Akranesi.

Leigukúgildi iii. Leigur betalast í smjöri, þángað sem umboðsmaður
tilsegir innan hjeraðs.

Kvöð er mannslán um vertíð á Akranesi, leysist með x álnum.

Kvikfjenaður [vantar].
(átti að innfærast síðar)

Fóðrast kann iii kýr, xx ær, xii lömb, i hestur.

Skógur til kolgjörðar og eldiviðar bjarglegur.

Torfrista og stúnga lítt nýtandi.

Silúngsveiðivon í Skoradalsvatni ut supra.

Túninu granda leirskriður úr fjalli.

Engjar eru í hrjóstur komnar.

Stálpastader.

Jarðardýrleiki viii c# og so tíundast.

Eigandinn Valgerður Eyjólfsdóttir, búandi á Skúmstöðum á Eyrarbakka.

Ábúandinn Ásbjörn Jónsson.

Landskuld lxxx [álnir vantar]. Betalast í öllum gildum landaurum til alþíngiss.

Leigukúgildi kallar landsdrottinn hjer vera iiii, en ábúandi, [sem tók við þessu búi að erfðum eftir bróðir sinn, en bróðir hans eftir föður beggja
þeirra], kveðst ekki í því búi meðtekið hafa lifandi kvikfje nema xi ær, iiii þar af lamblausar, i kú fjórtán vetra gamla tvígeldmjólka, samt hafi
landstrottinn af sjer leigur heimt, so sem eftir iiii kúgildi, og so kveðst hann goldið hafa árlega vætt smjörs í næstliðin 8 ár, og þángað afhent, sem
tilsagt hefur verið innan hjeraðs, en af landsdrotni öngva uppbót þegið; telur hann sig hafa tilvitað í næstu 30 ár, sem aldrei hafi hjer kúgildi nein
verið undir landsdrottins marki í sinni tíð, og sins bróðurs og föðurs beggja þeirra. Í leigna nafni betalast sem nú var sagt.

Kvaðir öngvar.

Kvikfje iiii kýr, i kvíga að fyrsta kálfi, ii kálfar, xl ær með lömbum, ii lamblausar, xix sauðir tvævetrir og eldri, xxix veturgamlir, iii hestar.

Fóðrast kann iii kýr, ii úngneyti, xx lömb, xxx ær, ii hestar. Hinu er vogað öllu.

Skógur til kolgjörðar og eldiviðar nægur, hjer er og enn raftviður tekinn til húsabótar.

Torfrista og stúnga sem segir um Háafell.

Silúngsveiðivon góð í Skoradalsvatni.

Túninu grandar lækjarskriða úr fjalli.

Digra Nes, sumri kalla Dagverdarnes.
Jarðardýrleiki xvi c#.

Eigandinn Ísleifur Jósepsson að Eystra Miðfelli í Hvalfjarðarstrandarhreppi og hans kvinna.

Ábúandinn Björn Skaftason.

Landskuld tíutíu álnir, og so hefur verið næstu 5 ár. Áður bjuggu eigendur lánga tíma. Betalast í gildum landaurum heima á jörðunni.

Leigukúgildi v. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins
.

Kvaðir öngvar.

Kvikfje iiii kýr, i kvíga að fyrsta kálfi, ii kálfar, xvii ær með lömbum, i lamblaus, vii sauðir tvævetrir og eldri, viii veturgamlir, iii lambgimbrar,
i hestur i hross, i únghryssa.

Fóðrast kann v kýr, xx lömb, xxx ær, iii hestar.

Skógur sem sagt er um Stálpastaði, og mun betur til raftar.

Torfrista og stúnga lök.

Móskurður til eldiviðar brúkast ei, meinast vera mætti.

Sortulýng, sem hjer er af nægð, brúka margir í óþakklæti.

Silúngsveiði í Skoradalsvatni sem segir um Stálpastaði.

Túninu granda lækjaskriður.

Hvammur.

Jarðardýrleiki xx c# að meðreiknuðu fjögra hudnraða engi, sem jörðin á í Andakíl.

Eigandinn að x c# eru börn Sigvats Þorleifssonar hjer heima.

Ábúandi faðir eigenda.

Landskuld hjer af er engin, því eigendur og þeirra fjárhaldsmaður halda. Var áður lx álnir, og betalaðist í öllum reitíngi.

Leigukúgildi voru iii. Leigur guldust í því, sem til var.

Kvaðir öngvar.

Eigandi að vi c# lxxx álnum er Ragnheiður Árnadóttir að Brekku í Norðurárdal.

Ábúandinn áðurnefndur Sigvatur Þorleifsson.

Landskuld xl álnir. Betalast í dauðum flytjandi landaurum heima á jörðunni.

Leigukúgildi ii. Leigur betalast í smjöri, heim til eiganda.

Kvöð engin.

Eigandinn að iii c# xl álnum er Kristín Guðmundsdóttir að Arnarholti í Stafholtstúngum.

Ábúandi sami.

Landskyld xx álnir. Betalast í gildum landaurum heima á jörðunni.

Leigukúgildi i. leigur gjaldast í smjöri, heim til eiganda.

Kvöð engin.

Kvikfjenaður ábúanda v kýr, i kvíga að fyrsta kálfi, i veturgömul, ii kálfar, xxxiii ær með lömbum, i lamblaus, xii sauðir tvævetrir og eldri, xvii
veturgamlir, iiii lambgimbrar, ii hestar, iii hross, i foli þrevetur, i fyl.

Fóðrast kann v kýr, xxx ær, xvi lömb, ii hestar. Þeir hestar sem eru fleiri, þá er þeim um vetur hagi fenginn annarstaðar.

Skógur til kolgjörðar og eldiviðar nægur. Raftviður enginn.

Torfrista og stúnga lítt nýtandi.

Sortulýng ut proxime supra.

Silúngsveiðivon í Skoradalsvatni ut supra.

Engi á jörðin framundan Ytri Skeljabrekkulandi, sunnan Andakílsá í takmörkuðum reit, þar sem heitir Hvammsengi.

Túninu granda jarðföll og skriður.

Hætt er skógi, túnum og haga fyrir snjóflóðum.