Efstibær

Úr Jarðabók Borgarfjarðar- og Mýrasýslu

Efste Bær

Jarðardýrleiki xvi c# og so tíundast.

Eigandinn að þriðjúngi jarðarinnar er Arni Sigurðsson að Grund í Skoradal, og hefur eignast síðan 1703 af Oddi Eiríkssyni á Fitjum. Eigandi að öðrum þriðjúngi er Jón Guðmundsson á sama stað. Eigandi að þriðja þriðjúngi Gísli Guðmundsson að Hálsi í Kjós.

Ábúandi að allri Einar Skaftason.

Landskuld níutíu álnir, tekur sinn þriðjúng hver landsdrotna. Betalast í öllum gildum landaurum heima á jörðunni næstu 3 ár, áður heim til landsdrotna.

Leigukúgildi vj alls, á Árni ii, Jón ii, Gísli ij. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrotna.

Kvaðir öngvar.

Kvikfje iiii kýr, xxxvi ær með lömbum, x sauðir tvævetrir og eldri, iiii veturgamlir, i lambgimbur, iii hross, i foli þrevetur, i fyl.

Fóðrast kann iiii kýr, xx lömb, xxx ær, iii hestar.

Rifhrís og skógarleifar til eldiviðar brúkast, en þver mjög.

Móskurður til eldiviðar enginn.

Torfrista og stúnga valla nýtandi.

Silúngsveiðivon í Eiríksvatni lítil.