Sarpur

Húsið er fallið eins og önnur hús í Efstabæ, en það fundust tvær ljósmyndir sem Gulli gat málað eftir. Jörðin fór í eyði 1947.

Úr Jarðabók Borgarfjarðar- og Mýrasýslu

Sarpur

Jarðardýrleiki xvi c# og so tíundast fátækum alleina.

Eigandi er kirkjan að Fitjum og proprietaries þar til.

Ábúandi Ólafur Gíslason

Landskuld lxxx álnir. Betalast í smjöri heim til landsdrottins.

Kvaðir öngvar.

Kvikfje ii kýr, iii kvígur að fyrsta kálfi, i naut veturgamalt, i kálfur, xxx ær með lömbum, iiii lamblausar, ix sauðir tvævetrir og eldri, xiiii veturgamlir, i lambgimbur, i hestur, iii hross, i foli tvævetur, i foli veturgamall, i únghryssa.

Fóðrast kann iii kýr xx lömb, xx ær iii hestar.

Skógur til eldiviðar bjarglegur.

Torfrista og stúnga lítt nýtandi.

Sortulýng nægilegt, og brúka nokkrir með leyfi.

Túninu grandar lækur með leir og sandsáburði.

Engjar nær því öngvar, nema það hent verður í beitarhögum.