Vatnshorn

Húsið var reist 1937. Yfirsmiður var Brynjólfur Guðmundsson frá Miðdal í Kjós (1909-1975), þúsundþjalasmiður en ólærður. Jörðin fór í eyði 1961.

Pakkhúsið í Vatnshorni er elsta hús Skorradals. Það var endurreist 2011, á alþjóðlegu ári skóga sem fyrsta húsið úr íslenskum viði.

Úr Jarðabók Borgarfjarðar- og Mýrasýslu

Vatnshorn.

Jarðardýrleiki xx c# og so tíundast fjórum tíundum, síðan Grafardalur bygðist.

Eigandinn Oddur Eiríksson að Fitjum í Skoradal.

Ábúandinn Björn Jónsson.

Landskuld tíutíu álnir. Var i c# áður Grafardalur bygðist. Betalast í gildum landaurum heim til landsdrottins.

Leigukúgildi iiii, voru áður vi meðan Grafardalur bygðist ekki, v hjeldust við innan til næstu þriggja ára. Leigur betalast í smjöri heim til Fitja.
Kvaðir öngvar.

Kvikfjenaður vi kýr, ii kvígur að fyrsta kálfi, i kvíga veturgömul, ii naut veturgömul, iiii kálfar, xxii ær með lömbum, iiii sauðir tvævetrir, xii veturgamlir, i hestur, iii hross, i foli veturgamall.

Fóðrast kann v kýr, i geldnaut, xx lömb, xxx ær, ii hestar. Hitt sem meira er, fóðrast á aðfengnum heyjum.

Skógur til kolagjörðar og eldiviðar nægur, en raftviður tekur að þverra. Ekki má ábúandi skóg selja, nema fyrir grenivið til húsabótar.

Torfrista og stúnga lítt nýtandi.

Silúngsveiðivon í Skoradalsvatni ut supra.

Túninu granda fjallskriður stórlega.

Ekki er heldur bænum óhætt fyrir fjallskriðum og snjóflóðum.

Hætt er fyrir stórviðrum af austanátt.