Dagverðarnes

Húsið var reist 1945, en var fellt árið 2000. Jörðin fór úr ábúð um svipað leyti.

Úr Jarðabók Borgarfjarðar- og Mýrasýslu

Digra Nes, sumri kalla Dagverdarnes

Jarðardýrleiki xvi c#.

Eigandinn Ísleifur Jósepsson að Eystra Miðfelli í Hvalfjarðarstrandarhreppi og hans kvinna.

Ábúandinn Björn Skaftason.

Landskuld tíutíu álnir, og so hefur verið næstu 5 ár. Áður bjuggu eigendur lánga tíma. Betalast í gildum landaurum heima á jörðunni.

Leigukúgildi v. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins.

Kvaðir öngvar.

Kvikfje iiii kýr, i kvíga að fyrsta kálfi, ii kálfar, xvii ær með lömbum, i lamblaus, vii sauðir tvævetrir og eldri, viii veturgamlir, iii lambgimbrar, i hestur i hross, i únghryssa.

Fóðrast kann v kýr, xx lömb, xxx ær, iii hestar.

Skógur sem sagt er um Stálpastaði, og mun betur til raftar.

Torfrista og stúnga lök.

Móskurður til eldiviðar brúkast ei, meinast vera mætti.

Sortulýng, sem hjer er af nægð, brúka margir í óþakklæti.

Silúngsveiði í Skoradalsvatni sem segir um Stálpastaði.

Túninu granda lækjaskriður.