Húsið var reist 1930. Yfirsmiður var Þorbjörn Pétursson frá Draghálsi. Jörðin fór úr ábúð 1968.
Úr Jarðabók Borgarfjarðar- og Mýrasýslu
Háafell
Jarðardýrleiki xii c# og so tíundast fátækum alleina.
Eigandi biskupsstóllinn að Skálholti.
Ábúandi Steinun Arngrímsdóttir.
Landskuld xx álnir. Betalast í gildum landaurum til umboðsmannsins Bjarna Sigurðssonar að Heynesi á Akranesi.
Leigukúgildi iii. Leigur betalast í smjöri, þángað sem umboðsmaður tilsegir innan hjeraðs.
Kvöð er mannslán um vertíð á Akranesi, leysist með x álnum.
Kvikfjenaður [vantar]. (átti að innfærast síðar)
Fóðrast kann iii kýr, xx ær, xii lömb, i hestur.
Skógur til kolgjörðar og eldiviðar bjarglegur.
Torfrista og stúnga lítt nýtandi.
Silúngsveiðivon í Skoradalsvatni ut supra.
Túninu granda leirskriður úr fjalli.
Engjar eru í hrjóstur komnar.