Á Stálpastöðum: Kristján Árnason

Kristján Árnason (14.03.29 – 04.02.08) var sonur Árna Kristjánssonar og Eínar Kristjánsdóttur. Kristján fæddist á Skarði í Lundarreykjadal en ólst upp á Stálpastöðum þar til hann var 17 ára og fjölskyldan fluttist þaðan. Eftirfarandi ljóð hans birtist í bókinni Fjöllin sál og ásýnd eiga, sem Kristján gaf út árið 1994:

Á Stálpastöðum

Tímans hefur löngum lotið
litla gamla eyðikotið.
Í landsins sögu blað var brotið,
burtu hverfa skyldi það.
Hinkra ég við á helgum stað.

Hér ég mildan mjöðinn teiga,
minninganna guðaveiga.
Fjöllin sál og ásýnd eiga
aðeins séð frá þessum stað.
Skyldi ég ekki skynja það.

Hreyfist lauf á hríslum grænum
hægt í mildum sumarblænum.
Inni í litla lága bænum
labbaði ég mín fyrstu spor;
unaðslega ævivor.

Birkihlíð í birtu flóði,
bergmál dauft af þrastaljóði.
Gamall liggur götuslóði
gegnum skóginn bugðum í.
Ég man alveg eftir því.

Róðrarbátsins undan árum
ýfist vatnsins flötur gárum.
Ræðarans á rauð hárum
röðulsgeislar leika sér.
Kyrrð og friður yfir er.

Hrekk ég upp af höfgum draumi.
Hann er liðnn tíminn naumi.
Móti úfnum aldastraumi
enginn róa lengi kann,
sama hvernig hamast hann.

Landið gömlum flíkum fleygir,
furuskógur arma teygir.
Fyrr en varir enginn eygir
að hér hafi verið bær.
Hann var þó alveg vís í gær.