Pakkhúsið vígt

Pakkhúsið í Vatnshorni, Skorradal var vígt laugardaginn 13. ágúst, 2011. Herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti vígði húsið eftir endurgerð þess.
Athöfnin var einn af hápunktum viðburða á Alþjóðlegu ári skóga hér á landi, enda er um að ræða fyrsta húsið sem alviðað er íslensku timbri og var viðburðurinn því sögulegur sem slíkur.
Skógrækt ríkisins gaf timbur frá Stálpastöðum í Skorradal til verksins, Stefán Ólafsson á Litlu-Brekku hafði veg og vanda af endursmíðinni og Unnsteinn Elíasson hleðslumeistari frá Ferjubakka sá um vegghleðslu undir húsið. Skorradalshreppur kostaði niðurtöku þess sem stóð eftir af gamla pakkhúsinu. Félagsskapurinn ,,Vinir Pakkhússins“ öfluðu síðan fjár til endurbyggingar.
Um 150 manns voru viðstaddir athöfnina, sem fram fór í blíðskaparveðri, þar á meðal fjöldi gesta frá Noregi.

Pakkhúsið vígt from Ár skóga on Vimeo.