Húsið var reist 1931 og eitt örfárra húsa sinnar tegundar sem enn standa, teiknað af Jóhanni Fr. Kristjánssyni. Jörðin fór í eyði 1964.
Úr Jarðabók Borgarfjarðar- og Mýrasýslu
Backakot
Heimaland af Fitjum. Bygt í manna minni.
Jarðardýrleiki x c# af heimajörðinni Fitjum og so tíundast. En með því að þessi hluti lands liggur fyrir sunnan Skoradalsá, þá er þetta gamalt býli hjer sett í rjettri röð bæjanna.
Eigandinn Oddur Eiríksson að Fitjum í Skorradal.
Ábúandinn Ari Sturlason.
Landskuld lxx álnir. Betalast í öllum gildum landaurum heima á jörðunni, eður heim til landsdrottins.
Leigukúgildi iiii. Leigur betalast í smjöri ef til er, ella í landaurum til Fitja.
Kvaðir öngvar.
Kvikfje iii kýr, i kvíga að fyrsta kálfi, ii kálfar, xxxviii ær með lömbum, xi sauðir tvævetrir og eldri, xviii veturgamlir, i hross i únghryssa.
Fóðrast kann iii kýr, xx lömb, xx ær, ii hestar.
Hlunnindi önnur, kosti og ókosti hefur þetta býli sameiginlegt og óskift við heimajörðina á Fitjum, nema hvað hjer er ekki skriðuhætt á túnið, vide Fitja.