Fitjakirkja

Sóknarkirkja, ein örfárra bændakirkna á Íslandi. Reist af bræðrunum Stefáni og Júlíusi Guðmundssonum á Fitjum á árunum 1896-7. Vígð 1898. Endurgerð 1989-94 af Gunnari Bjarnasyni völundarsmiði með stuðningi frá Jöfnunarsjóði sókna og Húsafriðunarsjóði.

,,… í gömlu kirkjunni á Fitjum, þar sem söfnuðurinn sat á lausum langbekkjum meðfram hliðarveggjunum, og horfðust karlar og konur í augu yfir kirkjugólfið. Þar var ekki annað skraut en rákir og kvistir viðarins í ómáluðu húsinu. Þetta mun hafa verið eitthvert látlausasta guðshús í samanlagðri kristninni og sennilega í mestu samræmi við fagnaðarerindið.” (Sveinn Skorri Höskuldsson Minningargrein um sr Eirík á Hesti  Mbl. 19.10.1972)