Fitjakot

Úr Jarðabók Borgarfjarðar- og Mýrasýslu

Fijtiakot, kallað öðru nafni Tungukot

Forn eyðihjáleiga í heimalandi. Bygð fyrst innan 50 ára. Varaði bygðin til þess nú fyrir 10 eður 12 árum.

Landskuld var lx álnir. Betalaðist í gildum landaurum heim á jörðunni.

Kúgildi iii. Leigur guldust í smjöri heim að Fitjum.

Kvöð engin.

Ekki má hjer aftur byggja, nema til skaða og rýrðar heimajörðunni.