Grafardalur

Húsið var reist 1936. Yfismiður Þorbjörn Pétursson frá Draghálsi. Bærinn tilheyrði Fitjasókn til 1972.

Úr Jarðabók Borgarfjarðar- og Mýrasýslu

Grafardalur.

Nýbýli, bygt fyrir innan 30 ára, þar sem aldrei hafði fyrr bær verið í manna minni, á seltóftum gömlum frá Vatnshorni í Skoradal. Sumir ætla hjer hafi í gamla daga bygð verið, af þeim líkindum, að men hafa hjer fundið koparbrot í jörðu.

Jarðardýrleiki er kallaður iiii c# og so tíundast. En þessi tíund er hjer álögð síðan býlið reis, og í þann stað minni á Vatnshorni í Skoradal, sem nú síðan er kallað og tíundað xx c#, en áður xxiiii.

Eigandinn Oddur Eiríksson að Fitjum í Skoradal.

Ábúandinn Jón Alexíusson.

Landskyld var í fyrstu, þá úr auðn bygðist, engin. Nú í þrjú ár fyrst xx álnir, en nú xxv. Betalast í öllum landaurum heim til landsdrottins.

Kúgildi j í næstu 3 ár. Áður voru ii, en landsdrottinn rjeði því, að fækkaði þau 3 ár, sem bil var á bygðinni. Leigan gelst í smjöri heim að Fitjum.

Kvöð engin.

Kvikfje ii kýr, i kvíga að fyrsta kálfi, i kálfur, xii ær með lömbum, xi sauðir veturgamlir, i hross, i únghryssa.

Fóðrast kann ii kýr, x lömb, x ær, ij hestur.

Torfrista og stúnga nóg.

Skóg til raftviðar, kolgjörðar og eldiviðar brúkar jörðin eftir proportion við Vatnshorn.

Móskurður bjarglegur.