Hagi

Hét áður Svangi. Húsið var reist 1927-8. Yfirsmiður var Þorbjörn Pétursson frá Draghálsi. Jörðin fór í eyði árið 1996.

Úr Jarðabók Borgarfjarðar- og Mýrasýslu

Ytre Svange.

Bygð fyrst í tíð hr. lögmannsins Árna Oddssonar, þar sem ekki vita menn að fyrr hafi bygð verið nokkurntíma. Hitt vita menn, að so mæli skjöl Leirárkirkju, að hún eigi hálfa Svángajörð í Skoradal, og í því nafni hyggja menn lögmaðurinn hafi þessa bygð sett.

Jarðardýrleiki er kallaður v c# og so tíundast fátækum alleina.

Eigandann kalla men Leirárkirkju og proprietarium þar til.

Ábúandinn Bjarni Gíslason.

Landskuld xl álnir. Betalast í gildum landaurum heim til Leirár.

Leigukúgildi iii. Leigur gjaldast í smjöri til Leirár.

Kvaðir öngvar. Voru fyrir fáum árum mannslán um vertíð á Akranesi, og leysist venjulega með x álnum, ásamt landskyld.

Kvikfje iii kýr, i kvíga að fyrsta kálfi, ii kálfar, xvii ær með lömbum, i lambgimbur, v sauðir veturgamlir, ii hross, i foli veturgamall.

Fóðrast kann ii kýr, x lömb, xii ær. ij hestur.

Eistre Svange. Annað nýbýli.

Bygt fyrst í tíð hr. lögmannsins Árna Oddsonar, litlu fyrr en áður segir um Ytra Svánga, og í sama rjettarskyni.

Jarðardýrleiki og eigandi sem segir um Ytra Svánga.

Ábúandinn Þórður Guðmundsson.

Landskuld sem segir um Ytra Svánga.

Leigukúglidi ii. Fyrir 3 árum voru iii kölluð, og so leigur heimtar. Leigur gjaldast í smjöri heim til landsdrottins.

Kvöð nú engin. Var fyrir 3 árum mannslán um vertíð á Akranesi, leysist með x álnum.

Kvikfje ii kýr, i kvíga veturgömul, i kálfur, xvi ær með lömbum, iii lambgimbrar, iii sauðir veturgamlir, i hestur, i hross með fyli.

Fóðrast sem segir um Ytra Svánga.

Skógur er nægur til kolagjörðar og eldiviðar, brúkast og til raftviðar óskiftur millum þessara tvegja nýbýla, og öll þeirra brúkun gengur að

óskiftu yfir skóg þann allan og land, sem aðrar kirkjur eigna sjer í þessari Svángajörðu, hvört heldur er beit, upprekstur, skógarhögg, eður slíkt annað.

Torfrista og stúnga, til húsabótar og heyja, á báðum kotunum enn nú bjargleg.

Reiðingsrista er þrotin.

Móskurður til eldiviðar, brúkast lítt, meinast vera mega.

Silúngsveiðivon í Skoradalsvatni brúkast lítt.