Framdalsfélagið – félagatal /samþykktir

Framdalsfélagið hefur þann tilgang að stuðla að viðhaldi sögu og menningarminja í Fitjasókn í Skorradal. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að efla samtakamátt félagsmanna um þau verkefni sem aðalfundur ákvarðar hverju sinni og með því að halda úti þessari vefsíðu, þar sem miðlað er sögu og ýmsum fróðleik um Fitjasókn.

Samþykktir – lög Framdalsfélagsins

1.gr.

Félagið heitir Framdalsfélagið. Heimili þess og varnarþing er að Fitjum í Skorradal.

2. gr.

Tilgangur félagsins er að viðhalda sögu og menningarminjum Fitjasóknar í Skorradal. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að efla samtakamátt félagsmanna um þau verkefni sem aðal-fundur ákvarðar hverju sinni og með því að halda úti vefsíðunni www.framdalur.is, þar sem miðlað er sögu og ýmsum fróðleik úr sókninni.

3. gr.

Félagsaðild hafa innfæddir í Fitjasókn, afkomendur þeirra og velunnarar svæðisins. Stofnaðilar eru þeir sem skrá sig í félagið á fyrsta starfsári þess, þ.e. frá stofnfundi til fyrsta aðalfundar árið 2015.

4. gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp verkefni liðins árs og leggja fram verkefnatillögur. Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. júní ár hvert og skal boða félagsmenn skriflega með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Aðalfundur er löglegur, sé þannig til hans boðað. Einfaldur meirihluti aðalfundarmanna nægir til bindandi ákvarðana. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Reikningar. 4. Laga-breytingar. 5. Ákvörðun félagsgjalds og verkefna. 6. Kosning stjórnar, eins varamanns og tveggja skoðunarmanna, til tveggja ára. 6. Önnur mál.

5. gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 3 félagsmönnum og einum til vara. Kosning fer fram á aðalfundi til tveggja ára í senn, fyrst 2015. Stjórnin skiptir með sér verkum og fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda.

6. gr.

Ákvörðun um slit félagsins má taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða, en þá skal skulu eignir félagsins renna til viðhalds á vefnum www.framdalur.is

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi 10. ágúst 2014 og taka gildi um leið.

Ákvæði til bráðabirgða: Á stofnfundi tilnefnir annar aldursforseti ,afkomenda Fitjasóknar’ frú Sigríður Skarphéðinsdóttir frá Dagverðarnesi, þriggja manna stjórn sem fer málefni félagsins fram að fyrsta aðalfundi. Stofnárrgjald er kr. 1000,- eittþúsundkrónur, þ.e. fram að fyrsta aðalfundi.

Hægt er að óska eftir félagsaðild með því að senda nafn, kennitölu og heimilisfang á netfangið framdalur@framdalur.is.

 

FRAMDALSFÉLAGAR – stofnárið 2014

Aldís Árnadóttir Anna Eiríksdóttir Áslaug Ásmundsdóttir
Ásgeir Sigurður Hallgrímsson Böðvar Jónsson Benoný Eiríksson
Brandur Fróði Einarsson Bjarni Þorsteinsson Berghildur Ásdís Stefánsdóttir
Ester Eygló Ingibergsdóttir Friðrik Karl Friðriksson Gunnlaugur Stefán Gíslason
Gísli Grettisson Guðmundur Eggertsson Guðmundur Sverrisson
Gunnar Gunnarsson Gunnar Jónsson Hanna Hannesdóttir
Halldóra Björnsdóttir Helgi Björnsson Hjörleifur Skorri Þormóðsson
Hjördís Hannesdóttir Höskuldur Sveinsson Ingibjörg Eiríksdóttir
Ingibjörg Björnsdóttir Ingibjörg Ingólfsdóttir Ingibjörg R. Ingólfsdóttir
Jón Bryndal Aðalbjörnsson Jón Arnar Guðmundsson Jón Stefánsson
Jóna Eggertsdóttir Jónas Hannesson Júníus Pálsson
Karólína Hulda Guðmundsdóttir Kristín Jónsdóttir Kristín Sverrisdóttir
Kristjana Laufey Jóhannsdóttir Lárus Hannesson Lárus Lárusson
M.Trausti Ingólfsson Magnús Hallur Jónsson Margrét Sigurbjörnsdóttir
Ólafur Freyr Gunnarsson Ólafur Axelsson Ómar Guðmundsson
Pétur Hans Péturssson Pétur Ólafur Pétursson Salvör Jónsdóttir
Sigríður Höskuldsdóttir Sigríður Skarphéðinsdóttir Steinunn J. Ásgeirsdóttir
Sigríður Guðrún Ólafsdóttir Sigurbjörg Edda Agnarsdóttir Stefanía Dagbjört Guðmundsdóttir
Sveinn Skorri Höskuldsson Svanhildur Ólafsdóttir Sæbjörg Eiríksdóttir
Una Jónsdóttir Valborg Elsa Hannesdóttir Þormóður Sveinsson
Þórhallur Teitsson Þuríður Skarphéðinsdóttir