Velkomin á vef Fitjasóknar

„Fitjasókn“ er ævafornt landfræðilegt heiti yfir jarðir í framdal Skorradals, Lundarreykjadals og Grafardal sem áttu sókn eða tíund að gjalda til Fitjakirkju. Í elstu máldögum (eignaskrá) kirkjunnar frá því um 1200 á hún nokkrar þessara jarða, en það breyttist í aldanna rás. Um aldamótin 2000 var nærri mannauðn í sókninni, því sóknarjarðirnar fóru í eyði eftir miðja 20. öld og mörg íbúðarhúsanna sem reist voru eftir torfbæina eru nú ýmist illa farin eða horfin. Flest útihús jarðanna eru rústir einar.

 

Opna kort  Sögusvið Laxdælu
Nánar um verkefnið  Framdalsfélagið  Myndband: Pakkhúsið vígt

 

Á þessu korti má nálgast ýmsar upplýsingar um byggðina í Fitjasókn. Má hér meðal annars finna lýsingar á jörðunum úr Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árunum 1707 og upplýsingar um íbúa Skorradals frá 1850 sem unnar hafa verið upp úr manntölum og ritinu Byggðum Borgarfjarðar, 4. bindi. Loks má finna myndir og annan fróðleik tengdan svæðinu.

Tímalína og leit

Ofan á kortinu er tímalína með hnappi sem hægt er að draga til. Þannig er hægt að sjá hvaða bæir voru í byggð á því ári sem valið er. Ef smellt er á bæina mun íbúalisti fyrir valið ár birtast. Einnig er leitargluggi efst á skjánum þar sem slá má inn mannanöfn eða bæjarnöfn.

timeline-slider